DS Bókhald

“Bókhald sem þú skilur – þjónusta sem þú treystir.”

Allt frá daglegu bókhaldi til ársreikninga - við erum með þetta.

Bókhaldsþjónusta

Við sjáum um daglega færslu bókhalds og skilum virðisaukaskatti á réttum tíma. Með faglegri þjónustu tryggjum við að reksturinn standist allar kröfur skattyfirvalda og þú hafir góða yfirsýn yfir fjárhag fyrirtækisins.

Launavinnsla

Við sjáum um alla þætti launavinnslu – frá útreikningi launa, launaseðla og gerð skilagreina á opinberum gjöldum. Þannig getur þú einbeitt þér að rekstrinum, vitandi að launamálin eru í öruggum höndum.

Ársreikningar -
Stofnun félaga

Við útbúum ársreikninga og sjáum um gerð og skil skattframtala fyrir fyrirtæki. Öll vinna er unnin faglega og í samræmi við gildandi lög og reglur. Við aðstoðum einnig við að stofna ný fyrirtæki og skráningu á VSK- og launagreiðendaskrá.